︎︎︎

SÆBORG OG PÓSTHÚMANISMI Í KJÓLK DRAUMANNA (IS)/POSTHUMANISM AND CYBORGS IN THE MILK OF DREAMS (EN) 

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar/Icelandic Art Center
-
Lesið hér ︎

Read here ︎

IS

Hin alþjóðlega sýning Feneyjartvíæringsins 2022 ber titilinn Mjólk draumanna (e. Nutrition for a newly born baby cow of Dreams) og er sýningastýrð af Ceciliu Alemani. Sýningin dregur nafn sitt frá samnefndri barnabók eftir súrrealíska skáldið og myndlistarkonuna Leonora Carrington þar sem ýmsar kynlegar hálfmannverur fylgja gróteskum ljóðrænum örsögum. Alemani nýtir söguheim Carrington til þess að skapa sýningarheim sem rannsakar líkamleika í tæknivæddu nútímasamfélagi og stöðu mannverunnar á jörðinni.[1]

Þetta þema er bersýnilegt í einu af fyrstu rýmum alþjóðlegu sýningarinnar í Giardini. Hálfmótaðir líkamar blasa við sýningargestum: marglita sæborgar;  höfuðlausir; með bjagaða útlimi; limlestir; úr kristal. Verkin eru eftir listakonuna Andra Ursuţa en við gerð skúlptúranna blandar hún afsteypum af eigin líkama, hversdagslegum hlutum, svo sem rusli, og hugmyndum úr vísindaskáldskap. Skúlptúrarnir verða þannig blendingar sem minna á hryllingsmyndir sem eiga að gerast í framtíðinni  eins og Alien og kalla fram óhugnanleg og forvitnileg hughrif. [2]

Á veggjum sama rýmis, í kringum verk Ursuţa, hanga prjónuð textílverk úr grófri ull eftir listakonuna Rosemarie Trockel. Þau eru minimalísk, stór, einlit, í lífríkum litum og minntu mig á módernísk eða abstrakt málverk. Textílverk Trockel, sem eru mörg frá níunda áratugnum, eru rammpólitísk og gagnrýna hugmyndir myndlistaheimsins um stöðu handverks sem ‘myndlist’ sem og ígrundun um vinnu kvenna í vélknúnu samfélagi. [3]

Pistillinn í heild ︎




EN

The International Art Exhibition of La Biennale di Venezia 2022 is titled The Milk of Dreams and is curated by Cecilia Alemani. The exhibition draws its title from a book by the surrealist writer and artist Leonora Carrington, in which various peculiar hybrid beings accompany grotesque poetic stories. Alemani uses Carrington’s creative vision to visually actualise a new way of approaching embodiment in today’s technological age whilst reflecting on the status of the human being in relation to other species and the earth.[1]

This theme is evident in one of the first spaces of the International Exhibition in Giardini. Half-formed bodies welcome the visitors: many-hued cyborgs, headless, with distorted limbs, made from lead crystal. The artworks are by the artist Andra Ursuţa, who creates the sculptures by mixing casts of her own body, everyday objects such as trash, and sci-fi imagery. As a result, these curious and eerie sculptures Bring to mind hybrid forms of futuristic horror films, such as Alien.[2]

On the walls of the same space, hang coarsely knitted textile works by the textile artist Rosemarie Trockel, surrounding Ursuţa’s works. They are minimalistic, massive, monochrome, brightly coloured, and evocative of modernist or abstract paintings. Trockel’s textile works date back to the 1980s, are highly political and provide a critique of the status of textile art within the art world whilst considering the role of women in a mechanised society. [3]

Full article ︎