︎︎︎

JÚLLUR OG JÓLABÆKUR



Vía 
14.12.2019

Skrifuð ásamt Eyju Orradóttur
-

Vía ︎
Leyfum okkur að fullyrða að sköpun komi í bylgjum og að núna sé flóð – einhver gróska í íslenskri listsköpun. Ef við einblínum á skrif þá eru Meðgönguljóð og Svikaskáld áberandi en einnig má nefna netrit á borð við Flóru og smásögur Maríu Elísabetar á Útvarp 101, sem vettvang fyrir þessa grósku. Í kjölfarið eru ritform eins og smásagan, ljóð og pistlar að taka miklum breytingum. Skrif eru að brjóta hefðir og snúa upp á uppskriftir, þar sem bæði form og innihald fá að flæða meira villt og frjálst.

Yfir jólin og áramótin bretta íslenskir lesendur upp ermarnar og gleypa í sig nýjasta nýtt í sem mestu magni svo þau séu samræðuhæf yfir hátíðirnar. Eftir fríið eru lesendur fullmettir af nýjungum og kerfið, hvort sem það sé námskerfi eða algóriþminn að mæla með ,,must read“ listum, tekur við.

Þrátt fyrir núríkjandi sköpunar-flipp er stanslaust verið að tyggja ofan í lesendur mikilvægi klassískra bókmennta. Enda er fínt að þekkja hefðina sem er byggt eða brotið á.

Við vinkonurnar viljum mæla með tveimur klassískum bókum sem við höfum lesið undanfarið og fannst frábærar.