︎︎︎

THE WHITE PUBE



Vía  
12.03.2021

Greinin er bæði á íslensku og ensku
The article is in Icelandic and English
-

Vía ︎
Í augnablikinu prýða plaggöt veggi á víð og dreif um Lundúnir — sem og aðrar borgir í Bretlandi. Plaggötin kalla eftir auknu gegnsæi í listheiminum, borgaralaunum og að fjarlægð verði rasísk verk úr opinberum stofnunum Bretlands. Á bakvið plaggötin stendur tvíeyki sem kallar sig The White Pube. Þær Gabrielle de la Puente og Zarina Muhammad nálgast list og ýmislegt sem þeim dettur í hug af nánd og einlægni — í því er markmið þeirra falið: að fá persónulega nálgun á eitthvað sem við köllum „Listheiminn“ og er oft nokkuð ópersónulegt fyrirbæri, sérstaklega þegar það kemur að umræðu eða listrýni. Nafnið, The White Pube, er skírskotun til og grín að gallerí keðjunni The White Cube, sem á sér bækistöðvar víðsvegar um heim og nær samtímis að vera fyndið en líka djúp gagnrýni í sjálfu sér.

Almennt er hinn hvíti kubbur hugsaður sem eins konar rými þar sem hægt er að skilja umhverfið eftir fyrir utan — gallerírýmin eru hvítmáluð vegna þess að það er listin sjálf sem á að fá að njóta sín án truflana. Lífið getur beðið fyrir utan galleríið og hið hversdagslega amstur og álag á ekki að hafa áhrif á nautnina eða tilfinningarnar sem listin sjálf á að tjá og einstaklingurinn að túlka.