︎︎︎

SAMFÉLAG SKYNJANDI VERA Í HAFNARBORG




Birt í Artzine 
27.10.2021
-

Artzine ︎

Sýningin Samfélag skynjandi vera í Hafnarborg leikur sér með hinn breiða heim skynjunarinnar og mismunandi blæbrigði samfélagsins. Undir yfirskriftinni að hvetja til róttækrar samkenndar (e. radical empathy) sem og að gefa ósögðum sögum rödd býður sýningin upp á veröld upplifana út af fyrir sig. Sýningastýrð af Wiolu Ujazdowska og Hubert Gromny, er hún ellefta haustsýning Hafnarborgar, en haustsýningarnar gefa nýjum sýningarstjórum kost á að sýningastýra.