Kollektífið RASK, hefur það að markmiði að brúa bilið milli listar og tækni. Þau fylgja þeirri mörkuðu stefnu í nýjustu sýningu sinni, RASK#3, en eins og nafnið gefur til kynna er þetta þriðji viðburðurinn sem RASK heldur. Viðburðurinn var skipulagður af Sóleyju Sigurjónsdóttur, Ida Juhl, Guðmundi Arnalds og Örlygi Steinar Arnalds. Vefsíðuna gerðu Guðmundur Arnalds og Ása Júlía Aðalsteinsdóttir.
Sýningin, sem er eingöngu rafræn, opnaði þann 9.apríl síðastliðinn og hægt er að nálgast hana til 30. á nýrri heimasíðu RASK: www.raskcollective.com sem opnuð var samtímis sýningunni. Verk eru eftir listamennina Hákon Bragason, Ásdísi Birnu Gylfadóttur, Halldór Eldjárn og Germán Greiner.
Sýningin, sem er eingöngu rafræn, opnaði þann 9.apríl síðastliðinn og hægt er að nálgast hana til 30. á nýrri heimasíðu RASK: www.raskcollective.com sem opnuð var samtímis sýningunni. Verk eru eftir listamennina Hákon Bragason, Ásdísi Birnu Gylfadóttur, Halldór Eldjárn og Germán Greiner.