︎︎︎


MAXIMALÍSK ANDÓFSSÝNINGFréttablaðið
10.01.2023
-

Fréttablaðið ︎
Yfir­lits­sýning femíníska og pólitíska gjörninga­list­hópsins Pus­sy Riot, Flauels­hryðju­verk – Rúss­land Pus­sy Riot, í Kling & Bang er sú fyrsta í sögunni sem list­hópurinn hefur sett á lag­girnar. Sýningin fer yfir sögu gjörninga­list­hópsins og kynnir fyrir gestum þá fjöl­mörgu pólitísku gjörninga sem hópurinn hefur staðið fyrir síðan 2012. Sýningin er unnin í sam­starfi við Mariu Alyok­hina en hún er upp­hafs­með­limur Pus­sy Riot og sýningar­stjórar eru Dor­ot­hee Kirch, Ingi­björg Sigur­jóns­dóttir og Ragnar Kjartans­son.


Sýningar­rými Kling & Bang var gjör­breytt fyrir sýninguna með upp­setningu margra auka­veggja. Nú virkar rýmið eins og eins konar lit­ríkt völundar­hús. Fyrsta verkið sem tekur á móti gestum þegar þeir ganga inn í rýmið er mynd­bands­verk sem sýnir einn með­lim Pus­sy Riot, með lit­ríka lamb­hús­hettu sem er eins konar ein­kennis­búnaður list­hópsins, að pissa á portrett­mynd af Pútín. Verkið er eina nýja verkið á sýningunni og það setur tóninn fyrir það sem koma skal.

...