Yfirlitssýning femíníska og pólitíska gjörningalisthópsins Pussy Riot, Flauelshryðjuverk – Rússland Pussy Riot, í Kling & Bang er sú fyrsta í sögunni sem listhópurinn hefur sett á laggirnar. Sýningin fer yfir sögu gjörningalisthópsins og kynnir fyrir gestum þá fjölmörgu pólitísku gjörninga sem hópurinn hefur staðið fyrir síðan 2012. Sýningin er unnin í samstarfi við Mariu Alyokhina en hún er upphafsmeðlimur Pussy Riot og sýningarstjórar eru Dorothee Kirch, Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Ragnar Kjartansson.
Sýningarrými Kling & Bang var gjörbreytt fyrir sýninguna með uppsetningu margra aukaveggja. Nú virkar rýmið eins og eins konar litríkt völundarhús. Fyrsta verkið sem tekur á móti gestum þegar þeir ganga inn í rýmið er myndbandsverk sem sýnir einn meðlim Pussy Riot, með litríka lambhúshettu sem er eins konar einkennisbúnaður listhópsins, að pissa á portrettmynd af Pútín. Verkið er eina nýja verkið á sýningunni og það setur tóninn fyrir það sem koma skal.
...
Sýningarrými Kling & Bang var gjörbreytt fyrir sýninguna með uppsetningu margra aukaveggja. Nú virkar rýmið eins og eins konar litríkt völundarhús. Fyrsta verkið sem tekur á móti gestum þegar þeir ganga inn í rýmið er myndbandsverk sem sýnir einn meðlim Pussy Riot, með litríka lambhúshettu sem er eins konar einkennisbúnaður listhópsins, að pissa á portrettmynd af Pútín. Verkið er eina nýja verkið á sýningunni og það setur tóninn fyrir það sem koma skal.
...