︎︎︎

KALLAÐ EFTIR AUKINNI FJÖLBREYTNI Á NÝLISTASAFNINU




Vía  
26.09.2020
-

Vía ︎
Nýlistasafnið er staðsett í Marshallhúsinu á Granda. Safnið er listamannarekið og hefur haft það að markmiði frá upphafi að gera fjölbreyttum samtímalistamönnum rými. Sýningar Nýlistasafnsins eru margvíslegar og hafa frá stofnun þess árið 1978 endurspeglað straumhvörf í samfélaginu og myndlist að hverju sinni. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir haustsýningar Nýlistasafnsins 2021 og hún engin undantekning þar á.

Markmið haustsýningarinnar er að opna safnið og rými þess fyrir listamenn sem hingað til hafa ekki fengið nægilegan hljómgrunn innan listasenunnar hérlendis. Í ákalli Nýlistasafnsins hvetja þau „fólk af ólíkum uppruna og með ólíkan bakgrunn, hvort sem viðkomandi er aðili að Nýló eða ekki, að senda inn tillögu. Við leitum sérstaklega til hinseginn samfélagsins, Íslendinga með erlendan uppruna og blandaða Íslendinga, aðfluttra Íslendinga og annarra sem finna sig á jaðrinum að deila með okkur sínum sjónarhornum.“

Við hjá Flóru töluðum við Sunnu Ástþórsdóttur, verkefnastjóra hjá Nýlistasafninu, og Chanel sem situr í valnefnd haustsýningarinnar. Þær fara ofan í saumana á sýningunni, markmiðum hennar og hvers vegna hún er með breyttu sniði í ár.