Hversdagslega upplifum við umhverfi okkar með fagurferðilegum hætti sem við alla jafna hugsum um undir öðrum formerkjum. Eins og þegar við göngum inn í rými sem er fullt af drasli. Þá getur átt sér stað afar sterk viðbrögð. Óreiðan er yfirþyrmandi og aðkallandi, jafnvel þrúgandi. Fagurfræðileg upplifun getur þannig átt sér stað í því augnabliki sem við stöldrum við og virðum algjört skipulagsleysið fyrir okkur. Hvort sem okkur klæjar í fingurna vegna þess að okkur langar svo að byrja að laga til eða viljum helst snúa baki við rýminu og aldrei líta þar inn framar.
...
...